Ljósmyndaklúbburinn LJOSM
Friday, July 23, 2004
 
Kjölur - ferðasaga
Jæja, í gær var farin óopinber ljósmyndaferð með meiru upp á Kjöl. Reyndar stóð til í upphafi að ég mundi fara einn með Dagnýju upp á hálendi til að sýna henni það en Jökull og Inga ákváðu að slást í hópinn ásamt Jönu.
Það var ágætt veður en svoldið planið var svoldið stíft. Ég held ég hafi tekið eitthvað um 200 myndir og jökull um 400. Fórum fyrst að Hvítárvatni þar sem við fengum okkur að borða. Við keyrðum áleiðis að Hveravöllum og löbbuðum uppá lítið fell þar nálægt áður en við fórum að Hveravöllum.
Ég hef ekki komið þarna í 10 ár og mér finnst sorglegt hvernig ferðamannastraumurinn þarna hefur eyðilagt staðinn. Það er allt of mikill átroðningur þarna og þegar maður labbar um hverasvæðið líður manni meira eins og á myndlistasýningu en í náttúrunni. Svo er fólk að kvarta undan virkjunum. Ekki urðum við allavega vör við neina einustu virkjun allan daginn svo það hlýtur að vera eitthvað orðum aukið að það sé búið að sökkva hálendinu.
En allavega. Á Hveravöllum rákumst við á eldri þýsk hjón sem voru með geðveika myndavél og tóku á slides. Maðurinn hafði komið þrisvar áður til íslands. Konan talaði nú ekki orð í ensku en maðurinn sýndi okkur vélina sína. Þegar við vorum búin að skoða Hveravelli fórum við upp í Kerlingafjöll þar sem við grilluðum pylsur. Þaðan fórum við svo heim.
Mér findist ekki ólíklegt að Jökull væri fljótur að setja myndirnar á netið.

Comments:
Stefni á að setja nokkrar myndir inn næstu daga. Tekur dálítinn tíma að fara í gegnum þetta allt :)
 
Post a Comment

<< Home

Powered by Blogger